Fréttir

Flugmiðar hækka umtalsvert

Neytendasamtökin fylgjast grannt með þróun á flugmiðaverði nú þegar miklar sviptingar eru á flugmarkaði.  Afar erfitt er að bera saman verð á flugferðum frá einum tíma til annars, annars vegar vegna þess að verð breytist afar hratt og hins vegar vegna þess að illgerlegt er að bera saman samskonar flug. Þar kemur til mismunandi framboð og eftirspurn eftir tímabilum, eldsneytisverð, gengisbreytingar, mismunandi þjónusta og farangursheimildir og margt fleira.

Að þessum fyrirvörum gerðum er áhugavert að skoða verðþróun undanfarnar vikur. Tekin voru skjáskot af flugmiðaverði til fjögurra algengra áfangastaða Wow og Icelandair, annars vegar 5. nóvember, eða daginn sem tilkynnt var um mögulegan samruna félaganna og hins vegar 14. desember. Í báðum tilfellum var skoðað lægsta mögulega verð fram og til baka, eins og það birtist á vefnum, óháð farangri, fyrir vikulanga dvöl sem hæfist nákvæmlega mánuði síðar. Verð til þessara fjögurra áfangastaða hækkaði um 35% að meðaltali á tímabilinu, Wow um 65% og Icelandair um 19%. Mest hækkaði verð á flugleiðinni til Parísar, eða um 266% hjá Wow og 32% hjá Icelandair. Þá lækka bæði Wow og Icelandair verð á flugleiðinni til London.

 

Skoðað 5.nóv 14.des Verðmunur Hlutfallsbreyting
Ferðatímabil 5.-12. des 14.-21. jan
Keflavík – Kaupmannahöfn (CPH)
Wow 14.498 18.252 3.754 26%
Icelandair 25.405 23.955 -1.450 -6%
Keflavík – London (LGW)
Wow 13.498 11.998 -1.500 -11%
Icelandair 22.475 21.735 -740 -3%
Keflavík – París (CDG)
Wow 13.998 51.252 37.252 266%
Icelandair 28.075 36.935 8.860 32%
Keflavik-New York (EWR)
Wow 28.498 34.753 6.255 22%
Icelandair 51.285 68.605 17.320 34%

Fréttir í sama dúr

Bílastæðamál fyrir Hæstarétt

Baráttan um bílastæðin

Neytendablaðið er komið út

Aðalfundur 22. október

Staðan í Vaxtamálinu

Smálánabaráttan

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.