Fréttir

Gæðakönnun á klósetthreinsi

Ekkert er Neytendasamtökunum óviðkomandi og í nýjasta hefti Neytendablaðsins er fjallað um klósettþrif, eða öllu heldur virkni þeirra efna sem við reiðum okkur á við þrifin.

Samnorræn gæðakönnun leiddi í ljós að margar tegundir af kósetthreinsi gera lítið gagn. Allur gangur er á því hversu vel þessi efni hreinsa kalk og óhreinindi. Þá innihalda sumar tegundir óæskileg efni, eins og klór.

Neytendasamtök í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi könnuðu alls 33 tegundir af klósetthreinsi en af þeim fást 10 hér á markaði. Hæstu einkunn fékk Harpic Power Plus Max 10 og næst hæstu fékk Closan Antikalk. Nokkrar tegundir fengu það lélega einkunn að í raun er verið að sturta peningunum í klósettið. Fjórar tegundir eru með umhverfismerkið Svaninn og fá þær allar miðlungseinkunn. Í sænsku útgáfu könnunarinnar var Svansmerktur klósetthreinsir frá Änglamark ótvíræður sigurvegari en sú tegund er ekki seld hér á landi

Hér má sjá umfjöllun um könnunina og ásamt töflu með einkunnargjöf.

Fréttir í sama dúr

Droppshipping – ekki er allt sem sýnist

Afstaða stjórnmálaflokkanna til neytendamála

Breytingar á búvörulögum gegn stjórnarskrá

Aðalfundur Neytendasamtakanna 2024

Ályktanir aðalfundar

Bílastæðamál fyrir Hæstarétt

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.