Fréttir

Hærri tollar: hærra matarverð, aukin verðbólga

Neytendasamtökin mótmæla harðlega áformum stjórnvalda sem birtast í framkomnu frumvarpi um úthlutun tollkvóta. Hverfa á frá rúmlega ársgömlu fyrirkomulagi svokallaðs jafnvægisútboðs og tekið upp á ný aflagt dýrara útboðskerfi. Samkvæmt greinargerð með frumvarpinu er það lagt fram til að mæta tekjutapi matvælaframleiðenda vegna minnkandi eftirspurnar í kórónaveirufaraldrinum.

Þannig á enn á ný að seilast í vasa neytenda til að mæta skakkaföllum vegna faraldursins. Að þessu sinni mun matvælaverð hækka og þar með verðbólga aukast. Neytendasamtökin leggjast af fullum þunga gegn því að matvælaverð verði hækkað enn frekar á Íslandi. Nógu hátt er það nú samt. Það verður að leggja af þá lensku að fyrsta hugmynd sem komi upp þegar eitthvað bjátar á sé að seilast í vasa neytenda. Í grein sem birtist i Morgunblaðinu 23. nóvember sl. (og sjá má hér) benda formaður og framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna á leiðir til að styðja við bændur án þess að hækka þurfi matvælaverð.

Tollar og verndarhyggja eru hamlandi stuðningur sem til leiða til taps neytenda og framleiðenda þegar litið er til lengri tíma. Þessi hamlandi stuðningur er hluti af gamalli og hverfandi arfleifð sem verður að láta af. Þess í stað þarf að leggja áherslu á styðjandi stuðning, stuðning við nýsköpun og beinan stuðning við bændur. Íslenskir bændur og aðrir matvælaframleiðendur hafa sýnt að þeim er heilt yfir er treystandi til að framleiða holl og góð matvæli. Matvælaframleiðendur verða að treysta eigin framleiðslu. Treysta verður neytendum til að velja, en láta af kröfum um tollmúra og neyslustýringu.

Fréttir í sama dúr

Bílastæðamál fyrir Hæstarétt

Baráttan um bílastæðin

Neytendablaðið er komið út

Aðalfundur 22. október

Staðan í Vaxtamálinu

Smálánabaráttan

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.