Fréttir

Hópmálsókn í Evrópu vegna öndunarvéla frá Philips

iStock.com/TopVectors

Samtökin Global Justice Network ásamt ítölskum neytendasamtökum undirbúa nú hópmálssókn gegn Philips fyrir hönd evrópskra neytenda sem hlotið hafa skaða af notkun öndunarvéla frá fyrirtækinu.

Um er að ræða bæði svefnöndunarvélar (CPAP vélar), sem notaðar eru í heimahúsum, sem og öndunarvélar sem eru notaðar á sjúkrahúsum fyrir fólk með alvarlega öndundarfærasjúkdóma.

Tækin munu haldin alvarlegum hönnunargalla. Plastfroða sem notuð er sem innri einangrun getur brotnað niður sem þýðir að notandi andar að sér ögnum og gasi úr froðunni. Sérfræðingar hafa fundið fjölda skaðlegra efni sem vélarnar gefa frá sér þar á meðal þekkta krabbameinsvalda, ertandi efni og hormónaraskandi efni. Innöndun þessara efna getur valdið alvarlegum skaða. Tækin voru innkölluð árið 2021.

Samkvæmt gögnum frá Philips hefur meira en milljón manns í Evrópu notað öndunarvélarnar frá fyrirtækinu og er ástæða til að ætla að þær hafi einnig verið notaðar hér á landi. Philips var stefnt í Bandaríkjunum, þar sem fimm milljónir vélar voru seldar, og hefur fyrirtækið samþykkt sáttagreiðslur til málssækjenda. Gögn úr bandarísku hópmálsókninni sýna að Philips vissi af vandamálinu fyrir mörgum árum án þess að aðhafast.

Meira en 20 lögfræðingar frá 15 lögfræðistofum taka þátt í málaferlunum í Evrópu auk annarra sérfræðinga. Sjá nánar um hópmálsóknina hér.

Fréttir í sama dúr

Smálánabaráttan

Framboð til stjórnar og formanns

Nýtt símkerfi

Samkeppni slátrað – um hvað snýst málið?

Vaxtamálið – fyrning krafna

Neytendur upplýstir um vöruskerðingu- ný lög í Frakklandi

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.