Neytendasamtökin hafa rekið Leigjendaaðstoð frá árinu 2011 með þjónustusamningi við Félagsmálaráðuneytið. Þjónustan hefur vaxið jafnt og þétt og hefur fest sig í sessi en leigjendur hafa getað leitað til samtakanna með spurningar og álitamál um réttindi og skyldur sínar og fengið ráðgjöf. Með nýjum samningi við Félagsmálaráðuneytið hefur þjónustan verið aukin til muna. Á nýjum vef leigjendur.is má finna ítarlegar upplýsingar um réttindi leigjenda á þremur tungumálum; íslensku, ensku og pólsku. Þau nýmæli eru í samningnum að leigusalar geti nú einnig fengið ráðgjöf hjá Leigjendaaðstoðinni og þá hefur opnunartíminn verið aukinn.