Farangur

Farþegar geta átt bótarétt ef farangur týnist, skemmist eða tapast.

Ef farangur þinn tefst, glatast eða skemmist skaltu tilkynna það á þjónustuborði í flugstöð áður en þú yfirgefur flugstöðina. Ef það er ekkert þjónustuborð skaltu hafa samband við flugfélagið og tilkynna um málið. Þú skalt gera þetta strax – ekki bíða þangað til þú kemur aftur heim.  

Ef farangur þinn skemmist í flugi þarftu að fara á þjónustuborð í flugstöð og fylla út tjónaskýrslu (Passenger Irregularity Report – PIR). Þú færð einnig sérstakt tilvísunarnúmer. Þegar þú hefur fyllt út skýrsluna skaltu óska eftir afriti því þú þarft bæði skýrsluna og tilvísunarnúmerið til að gera kröfu á flugfélagið.

Senda ætti skriflega kröfu á flugfélagið innan sjö daga með upplýsingum verðmæti þess sem hefur skemmst (myndir af skemmdum farangri (tösku og/eða innihaldi), kvittanir fyrir kaupum, o.s.frv.).

Bætur geta verið allt að 1.600 EUR á hvern farþega.

Ef farangurstaska verður fyrir „eðlilegum“ skemmdum, svo sem rispum og dældum sem getur fylgt ferðalögum, þá taka flugfélög almennt ekki ábyrgð á því.

Þjónustuborðið í töskumóttökusalnum lætur þig fá tjónaskýrslu (Passenger Irregularity Report – PIR) ásamt sérstöku tilvísunarnúmeri. Fylltu út PIR-skýrsluna á þjónustuborðinu og óskaðu eftir afriti. Þú munt þurfa að hafa skýrsluna og tilvísunarnúmerið til að leggja fram kröfu til flugfélagsins. Tilkynntu flugfélaginu skriflega innan 7 daga að farangurinn hafi ekki borist á áfangastað. Gott er að halda utan um öll ferðagögn; brottfararmiða, bókunarstaðfestingu, kvittun fyrir innrituðum farangri og farangursmiðann.

Ef þú þarft að kaupa helstu nauðsynjavörur (snyrtivörur, nærföt o.s.frv.) á meðan farangur þinn er týndur getur þú farið fram á endurgreiðslu til flugfélagsins. Haltu utan um allar kvittanir og reikninga, því þeim þarf að framvísa þegar óskað er eftir endurgreiðslu til að sýna fram á raunverulegt fjárhagslegt tjón. 

Þú hefur 21 dag frá því þú fékkst farangurinn afhentan til að leggja fram skriflega kröfu til flugfélagsins og óska eftir endurgreiðslu á helstu nauðsynjavörum.

Ef farangur týnist á heimleið mun flugfélag einungis endurgreiða nauðsynleg kaup; svo sem lyf, og (ef við á) varning sem þú þarft vegna sérstaks tilefnis, að því gefnu að þú getir sýnt fram á það með fullnægjandi hætti.

Bætur geta hæst numið 1.600 evrum.

Farangur er talinn tapaður ef ekki hefur tekist að finna hann 21 degi eftir að hann týndist. Þú gætir átt rétt á bótum ef farangur þinn tapast.

Komdu kvörtuninni skriflega áleiðis til flugfélagsins innan 7 daga. Láttu fylgja með afrit af PIR skýrslunni, brottfararmiðanum, kvittun fyrir innrituðum farangri og kvittanir fyrir þeim vörum sem þú þurftir að kaupa, ásamt kvittun fyrir töskunni sjálfri. Ef nauðsyn krefur, tilkynntu málið einnig til ferðaskrifstofu og/eða tryggingafélags þíns ef þú ert tryggður.

Þú þarft eftirfarandi gögn til að geta gert kröfu:

  • Brottfararmiða/bókunarstaðfestingu
  • Kvittun fyrir innrituðum farangri (hún er með strikamerki til að auðkenna töskuna)
  • Sönnun um að þú hafir tilkynnt atvikið (t.d. PIR skýrsluna og/eða tölvupóst til flugfélags)
  • Kvittanir/reikninga fyrir þeim nauðsynjavörum sem þú þurftir að kaupa vegna tafa

Hafðu í huga að flugfélög taka gjarnan tillit til þess ef um er að ræða notaðan varning sem tapast í farangrinum. Þannig er gjarnan tekin afföll og aðeins endurgreitt verðmæti varningsins á tjónadegi.

Ef þú býrð á Íslandi og um er að ræða íslenskt flugfélag getur þú haft samband við Neytendasamtökin. Við aðstoðum og ráðleggjum okkar félagsmönnum.

  • Þú getur einnig lagt málið fyrir úrskurðaraðila í því landi sem röskunin átti sér stað. Hér á landi væri því t.d. hægt að leggja málið fyrir Kærunefnd vöru og þjónustukaupa (www.kvth.is).
  • Þú býrð á Íslandi en um er að ræða erlent flugfélag staðsett í Evrópusambandinu, Noregi eða í Bretlandi.
  • ECC á Íslandi aðstoðar neytendur sem eiga í millilandadeilum við fyrirtæki sem staðsett eru í Evrópusambandinu, Noregi eða í Bretlandi. Starfsmenn ECC geta farið yfir málið hjá þér og jafnvel annast milligöngu. Sjá nánar á www.ecc.is

Ef farangur þinn týnist þá hefur flugfélagið 21 dag til að finna hann og koma honum til þín. Ef þú færð farangurinn innan 21 dags þá getur þú samt sem áður farið fram á endurgreiðslu á þeim kostnaði sem flugfélag ber ábyrgð á (helstu nauðsynjavörur). Ef þú færð ekki farangurinn innan þess frests getur þú sótt um bætur fyrir tapaðs farangurs.

  • Skemmdur farangur
    • 7 dögum eftir að þú sóttir farangurinn
  • Tapað/skemmt innihald
    • 7 dögum eftir að þú sóttir farangurinn
  • Týndur farangur sem barst innan 21 dags
    • 21 dögum eftir flugið
  • Tapaður farangur
    • Um leið og farangur er opinberlega talinn tapaður (21 dagur)

Flest flugfélög fara eftir ofangreindum kvörtunarfrestum. Þú ættir samt alltaf að kanna málið hjá flugfélaginu til að vera viss um hvaða tímafrestir eigi við.

Deila:

Facebook
Twitter
Póstur

Fréttir um ferðalög

Ósanngjarnar kröfur Isavia vegna Base Parking

Áttu rétt á bótum? – sæktu þær án kostnaðar

Einbeittur síbrotavilji CC bílaleigu ehf.

Bílaleiga lykill bílhurð

Vandi vegna Wizz Air

Niceair óskar eftir gjaldþrotaskiptum

Réttindi flugfarþega við seinkun eða aflýsingu flugs

Ekki eru fleiri fréttir í þessum flokki

Fleira áhugavert

Litarefni í mat gefa lífinu lit en þau eru jafn ólík og þau eru mörg. Sum eru náttúruleg á meðan önnur eru gerfiefni sem
Það færist í vöxt að fólk kaupi vörur af netinu í gegnum það sem kallast á ensku „dropshipping“, hvort sem fólk gerir sér grein
Gjaldtaka og arðsemi íslensku bankanna - rýnt í ársskýrslur.

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.