Fréttir

Ný lög um úrskurðaraðila á sviði neytendamála

Árið 1956 höfðu Neytendasamtökin frumkvæði að stofnun „matsnefndar í ágreiningsmálum vegna fatahreinsunar eða þvotta“. Nefndin er enn starfandi, þó verkefnum hennar hafi farið fækkandi undanfarna áratugi. Í gegnum tíðina hafa samtökin haft frumkvæði að stofnun hinna ýmsu úrskurðanefnda á sviði neytendamála til að taka á úrlausnarmálum milli neytenda og fyrirtækja og síðar voru sumar þeirra bundnar í lög. Undanfarin ár hafa Neytendasamtökin átt aðild að fjölda úrskurðarnefnda, svo sem: Úrskurðarnefnd í ferðamálum, Úrskurðarnefnd NS og Félags efnalaugaeigenda, Úrskurðarnefnd um þjónustu iðnaðarmanna, Úrskurðarnefnd í vátryggingarmálum, Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki, Úrskurðarnefnd NS og Tannlæknafélags Íslands, auk Kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa. Nefndirnar eru eins og gefur að skilja misvirkar og fjöldi mála sem koma á þeirra borð ákaflega misjafn.

Ný lög um úrskurðaraðila á sviði neytendamála tóku gildi um áramót. Hin nýju lög segja til um að neytendur geti, að uppfylltum skilyrðum, leitað til kærunefndar vöru- og þjónustukaupa vegna flestra ágreiningsmála er varða vöru- og þjónustukaup. Lögin reu mikil rétttarbót og hafa Neytendasamtökin þegar tilnefnt fulltrúa í nefndina, sem ráðgert er að verði skipuð og hefji störf innan skamms.

Lögin segja jafnframt til um að samtök neytenda og samtök fyrirtækja á afmörkuðu sviði viðskipta geti stofnað til sértækra úrskurðarnefnda. Neytendasamtökin vinna að því að stofna slíkar úrskurðarnefndir í samstarfi við samtök hinna ýmsu geira, til að tryggja skjóta og réttláta málsmeðferð neytendum til hagsbóta. Það er von samtakanna að nefndirnar geti hafið störf sem fyrst.

Fréttir í sama dúr

Bílastæðamál fyrir Hæstarétt

Baráttan um bílastæðin

Neytendablaðið er komið út

Aðalfundur 22. október

Staðan í Vaxtamálinu

Smálánabaráttan

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.