Fréttir

Óbreytt árgjald Neytendasamtakanna

Stjórn Neytendasamtakanna hefur ákveðið að árgjald samtakanna skuli vera óbreytt í ár og hvetja fyrirtæki og önnur samtök að gera sitt til að tryggja lágt og stöðugt verðlag.

Aðalfundur Neytendasamtakanna, sem haldinn var í október síðastliðnum beindi því til fyrirtækja og forsvarsmanna hagsmunasamtaka atvinnulífsins að hækka ekki vöruverð til neytenda vegna tímabundinna hækkana hrávöruverðs og flutningstruflana af völdum kórónuveirufaraldursins. Þess í stað gætu þau hagrætt, lækkað álögur og dregið úr arðsemiskröfum.

Í því ljósi og til að leggja sitt af mörkum til stöðuleika verðlags, hefur stjórn Neytendasamtakanna ákveðið að félagsgjald í ár skuli vera óbreytt frá því í fyrra, eða 6.500 krónur árið 2022. Samhliða eru allir, sem þess eiga kost, hvattir til að ganga í samtökin þar sem árgjaldið er tekjustólpi þeirra; Því fleiri félagsmenn, þeim mun öflugri starfsemi.
Hægt er að ganga í Neytendasamtökin hér: www.ns.is/skra

Fréttir í sama dúr

Frumvarpi um samkeppnisundanþágu afurðastöðva mótmælt

Allt uppi á borðum

Áttu rétt á bótum? – sæktu þær án kostnaðar

Grænþvegnir grísir

Tjón vegna samráðs metið á 62 milljarða króna

Einbeittur síbrotavilji CC bílaleigu ehf.

Bílaleiga lykill bílhurð

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.