Fréttir

Skiptu um raforkusala

Það kostar ekkert að skipta um raforkusala og með því getur þú getur sparað fleiri þúsund krónur á ári. En það er einnig mikilvægt að skipta við fyrirtæki sem býður ódýrt rafmagn, því það stuðlar að aukinni samkeppni og þrýstir niður verðinu. Þá er áhugavert að gömlu stóru fyrirtækin, sem sögulega fengu sjálfkrafa sín viðskiptavini á færibandi, bjóða jafnan hæsta verðið.

Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök sem reiða sig á árgjöld félagsmanna. Því fleiri félagar, þeim mun öflugri samtök.
Gerast félagi.

Fyrir hvað borga ég?

Raforka á Íslandi er alls staðar eins og enginn munur á henni frá einum raforkusala til annars. Eini munurinn er verðið. Líklegasta skýring á mismunandi er því framlegðarkrafa og kostnaður raforkusala við rekstur og umsýslu; því meiri yfirbygging, þeim mun hærra verð.

Rafmagnsreikningurinn skiptist í tvennt. Annarsvegar greiða neytendur fyrir raforkuna sem þeir nota og hins vegar fyrir dreifingu hennar. Á hverjum stað er einungis einn aðili sem dreifir orkunni, þar sem það væri mjög dýrt að vera með margar rafmagnslínur að hverju heimili. Þannig er engin samkeppni á sviði dreifingar rafmagns og ekki hægt að velja sér dreifiaðila. Hins vegar er raforkusala á samkeppnismarkaði og öllum frjálst að skipta um orkusöluaðila. Hægt er að gera samanburð á raforkuverði á vef Orkuseturs og skipta á einfaldan hátt um raforkusala með því að hafa samband við það fyrirtæki sem þú vilt skipta við.

Hvað er raforkusali til þrautavara?

Öll getum við valið við hvaða raforkusala við viljum eiga viðskipti. Þau sem af einhverjum orsökum velja sér ekki raforkusala eru sett í viðskipti við svokallaðan „raforkusala til þrautavara.“ En Orkustofnun velur hann til 6 mánaða í senn og verður það fyrirtæki fyrir valinu sem boðið hefur lægst verð að meðaltali sex mánuði þar á undan. Að mati Neytendasamtakanna er þannig andi laganna að neytendur skuli njóta þess verðs. Um það hefur þrautavarasalinn, N1 rafmagn (áður Íslensk orkumiðlun) ekki verið sammála og hefur krafið neytendur í þrautavaraleiðinni um mun hærra gjald en aðra viðskiptavini sína. Eftir nokkurt þref hefur fyrirtækið þó séð að sér og mun endurgreiða oftekin gjöld.

Þau fyrirtæki sem selja raforki til heimila á Íslandi eru Fallorka, HS Orka, N1 Rafmagn, Orka heimilanna, Orka náttúrunnar, Orkubú Vestfjarða, Orkusalan og Straumlind.

Neytendasamtökin hvetja félaga sína til að velja sér þann raforkusala sem þeim hugnast að eiga viðskipti við, og stuðla þannig að virkri samkeppni og lægra verði á raforkumarkaði. Gera verðsamanburð.

Fréttir í sama dúr

Neytendablaðið er komið út

Aðalfundur 22. október

Staðan í Vaxtamálinu

Smálánabaráttan

Framboð til stjórnar og formanns

Nýtt símkerfi

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.