Fréttir

Smálánafyrirtæki brjóta lög

Smálánafyrirtæki fóru að hasla sér völl fljótlega eftir hrun og hafa Neytendasamtökin alla tíð haft horn í síðu þeirra. Þau bjóða neytendum lán á okurvöxtum og ganga mörg hver mjög langt í markaðssetningu sinni. Undanfarið hefur sjónum aðallega verið beint að starfsháttum fyrirtækisins E content ehf. en fyrirtækið hefur um árabil rekið smálánaþjónustu hér á landi undir merkjum Múla, Hraðpeningar, 1919, Smálán og Kredia.

Það var ekki fyrr en með lögum um neytendalán sem sett voru árið 2013 að einhverjar skorður voru settar við starfsemi smálánafyrirtækja en þá var sett þak á þann kostnað sem lánveitandi má leggja á lán. Smálánafyrirtækin hafa ítrekað brotið þessi lög á liðnum árum eins og fékkst m.a. staðfest fyrir héraðsdómi Reykjavíkur en áður höfðu bæði Neytendastofa og áfrýjunarnefnd neytendamála komist að sömu niðurstöðu. Þau mál voru tilkomin vegna svonefnds flýtigjalds. Neytendastofa hefur einnig lagt dagsektir á fyrirtækin vegna nýrri mála er varða sölu rafbóka samhliða lánveitingu. Neytendasamtökin hafa ekki fengið svör við þeirri spurningu hvort þessar sektir hafi verið greiddar.

Það lítur út fyrir að þau úrræði sem stjórnvöld hafa til að koma í veg fyrir ólöglega lánastarfsemi dugi skammt. Starfsemin heldur að minnsta kosti óhindrað áfram. Það virðist þannig hagstæðara fyrir smálánafyrirtæki að standa í málarekstri við eftirlitsstofnanir, dómstóla og jafnvel fá á sig sektir en að fara að lögunum og lækka lánakostnaðinn svo þau standist lög.

Neytendasamtökin telja að ekki verði lengur við unað og hafa sent erindi til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Gerð er krafa um að ráðuneytið endurskoði starfshætti smálánafyrirtækja og tryggi að þau starfi lögum samkvæmt.

Erindið er hér meðfylgjandi

Fréttir í sama dúr

Samkeppni slátrað – um hvað snýst málið?

Hópmálsókn í Evrópu vegna öndunarvéla frá Philips

Vaxtamálið – fyrning krafna

Neytendur upplýstir um vöruskerðingu- ný lög í Frakklandi

Ósanngjarnar kröfur Isavia vegna Base Parking

Arðsemisþak á raforku til heimila

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.