Fréttir

Súrt samkeppnislagabrot MS

Í vikunni staðfesti Hæstiréttur samkeppnislagabrot Mjólkursamsölunnar (MS) og sektargreiðslu upphæð 480 milljónir króna.

Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu árið 2016 að MS hefði misnotaði markaðsráðandi stöðu sínu gegn fyrirtækinu Mjólku ehf. (síðar Mjólkurbúið Kú ehf.) Voru brotin með þeim hætti að MS seldi samkeppnisaðilum hráefni til framleiðslu á mjólkurvörum á hærra verði á sama tíma og MS sjálft og tengd félög fengu hráefni á mun lægra verði og jafnvel undir kostnaðarverði. Brotin eru sögð alvarleg og er sektin há í sögulegu samhengi.

Þessi niðurstaða er mikilvæg og varpar ljósi á það hversu alvarlegt það er þegar fyrirtæki misnota markaðsráðandi stöðu sína því á endanum er tapið allra.

Á litlum markaði eins og Íslandi virðist sem fákeppni sé óhjákvæmileg á sumum sviðum. Því er mjög mikilvægt að hér sé sterkt Samkeppniseftirlit sem getur gripið hratt og vel inn í mál. Eins og þetta mál sýnir er nauðsynlegt að Samkeppniseftirlitið geti farið með mál fyrir dómstóla ef svo ber undir en hugmyndir voru uppi fyrir ekki alls löngu um að afnema þá heimild með lagabreytingu.

Neytendasamtökin gera þá kröfu að fyrirtæki fari að lögum en allt og mörg dæmi eru um samkeppnislagabrot hér á landi. Forsvarsfólk fyrirtækja í ráðandi markaðsstöðu bera sérstaka ábyrgð a að haga sér í samræmi við ábyrgð sína. Hafi þau ekki skilning á samkeppnislögunum og mikilvægi samkeppni eiga þau að finna sér eitthvað annað að gera. Sektargreiðsla til ríkissjóðs hjálpar ekki fyrirtækinu sem brotið var á fyrir hartnær áratug. Líklegt má telja að kostnaði vegna hennar verði velt út í verlag til neytenda.

Þá má velta því upp hvort að ekki sé eðlilegt að þeir aðilar sem taka ákvarðanir um lögbrot verði gerðir persónulega ábyrgir og hýrudregnir. Það virðist ekki vera mikill fælingarmáttur í því að fyrirtæki sé sektað mörgum árum, jafnvel áratug, eftir að brot eiga sér stað. Staðfesting á sektargreiðslu í ríkissjóð breytir því ekki að fyrirtæki var bolað af markaði með tilheyrandi tjóni fyrir eigendur þess og neytendur.

Fréttir í sama dúr

Droppshipping – ekki er allt sem sýnist

Afstaða stjórnmálaflokkanna til neytendamála

Breytingar á búvörulögum gegn stjórnarskrá

Aðalfundur Neytendasamtakanna 2024

Ályktanir aðalfundar

Bílastæðamál fyrir Hæstarétt

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.