Fréttir

Varúð! Skilmálabreytingar lána með breytilega vexti

Lestu smáaletrið vel áður en þú skrifar undir


Að undanförnu hafa félagsmenn leitað til Neytendasamtakanna vegna skilmálabreytinga lána sinna, en lánveitendur hafa haft samband við lántakanda til að hækka breytilega vexti óverðtryggða lána. Neytendasamtökin ráðleggja félagsmönnum sínum að athuga skilmála lána sinna vel áður en slíkar breytingar eru samþykktar.

Í dómi í máli nr. 623/2016 komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að viðskiptabankanum hafi verið óheimilt að breyta vöxtum skuldabréfsins, þar sem ekki hafi verið tilgreint í skilmálum lánsins við hvaða aðstæður breyta mætti vöxtunum.

Í kjölfar dómsins hafa lánveitendur farið á leit við lántakanda að samþykkja slíkar skilmálbreytingar á skuldabréfum lána sinna. Neytendasamtökin ráðleggja félagsmönnum sínum að kanna stöðu sína vel áður en skrifað er undir slíkar skilmálabreytingar. 

Samþykki lántakandi skilmálabreytingu skuldabréfsins veitir það lánveitanda heimild til að breyta vöxtum á láninu til hækkunar eða lækkunar á lánstímabilinu.

Lántakandi þarf ekki að samþykkja skilamálabreytingarnar og geri hann það ekki, breytast vextir lánsins ekki heldur haldast þeir sömu út lánstímann. Komi til vaxtalækkunar síðar á lánstímanum, þá mun lántaki ekki njóta þess nema hann endurfjármagni á betri kjörum.

Það skal þó tekið fram að framangreint á ekki við öllum tilfellum heldur einvörðungu þeim þegar ekki er tilgreint við hvaða aðstæður vextir breytast.

Neytendasamtökin hvetja félagsmenn að hafa augun hjá sér og kanna hvort skuldabréf þeirra innihaldi samskonar skilmála og fyrir voru að fara í dómi Hæstaréttar, en eftirfarandi voru skilmálar viðskiptabankans í framangreindu dómsmáli:

,,Í 4. tölulið skilmála skuldabréfsins, sem er auðkenndur með fyrirsögninni „VAXTAENDURSKOÐUN“, var kveðið á um að viðskiptabankanum væri heimilt að breyta vöxtum þeim sem kveðið var á um í skuldabréfinu á vaxtagjalddögum, en þó ekki fyrr en að liðnum fimm árum frá útgáfudegi skuldabréfsins og síðan á fimm ára fresti. Bankinn skuli tilkynna útgefanda um breytingu eigi síðar en einum mánuði áður en hún eigi að taka gildi. Þá kemur fram í ákvæðinu að ef útgefandi sætti sig ekki við slíka breytingu sé honum heimilt án sérstaks uppgreiðslugjalds að endurgreiða lánið að fullu ásamt áföllnum vöxtum, verðbótum og kostnaði á þeim vaxtagjalddaga þegar breytingin átti að taka gildi, enda tilkynni hann lánveitanda um þá fyrirætlan með tveggja vikna fyrirvara.“

Fréttir í sama dúr

Droppshipping – ekki er allt sem sýnist

Afstaða stjórnmálaflokkanna til neytendamála

Breytingar á búvörulögum gegn stjórnarskrá

Aðalfundur Neytendasamtakanna 2024

Ályktanir aðalfundar

Bílastæðamál fyrir Hæstarétt

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.