Fréttir

Neytendur upplýstir um vöruskerðingu- ný lög í Frakklandi

iStock.com/Tatiana Atamaniuk

Því miður er algengt, ekki síst á verðbólgutímum, að framleiðendur skerði magn vöru en haldi verðinu óbreyttu. Þetta á ekki síst við um matvöru. Neytendur taka þannig síður eftir því að varan hefur hækkað hlutfallslega í verði en til þess er einmitt leikurinn gerður. Þetta er kallað vöruskerðing (shrinkflation) og sjá má ítarlega umfjöllun um fyrirbærið hér.

Frakkar ákváðu að segja þessu athæfi stríð á hendur. Frá og með 1. júlí 2024 er gerð krafa um að neytendur séu upplýstir ef magn vöru er skert án þess að verð lækki að sama skapi. Þessar upplýsingar skal setja á vöruna sjálfa eða hjá verðmerkingum og verða þær aðgengilegar í tvo mánuði eftir að vöruskerðingin kemur til framkvæmda. Einungis verslanir sem eru 400 fermetrar eða stærri þurfa að fylgja þessum reglum. Ástæðan fyrir því að krafan er ekki sett á seljendur sjálfa – sem bera jú ábyrgð á vöruskerðingunni – er sú að þá þyrfti að breyta Evrópureglugerð um matvælaupplýsingar til neytenda og það er meira en að segja það. Frönsk stjórnvöld hafa þó gefið út að þau muni berjast fyrir lagabreytingu innan Evrópusambandsins sem muni skylda framleiðendur til að upplýsa um vöruskerðingu á umbúðum.

Fréttir í sama dúr

Samkeppni slátrað – um hvað snýst málið?

Hópmálsókn í Evrópu vegna öndunarvéla frá Philips

Vaxtamálið – fyrning krafna

Ósanngjarnar kröfur Isavia vegna Base Parking

Arðsemisþak á raforku til heimila

Bannað að auglýsa dýr lán

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.