Fréttir

Icelandair ber að greiða skaðabætur

Neytendasamtökin hafa um skeið bent á að felli flugfélag niður flug beri því að endurgreiða farþega eða koma honum á áfangastað eftir öðrum leiðum (hér og hér).  Í Evrópureglugerð um réttindi flugfarþega nr 261/2004 er kveðið á um að flugrekandi beri einnig að greiða farþegum sínum staðlaðar skaðabætur sem nema frá 250€ til 600€, allt eftir lengd flugs, ef flug er fellt niður með minna en tveggja vikna fyrirvara og aflýsingin er ekki vegna svokallaðra óviðráðanlegra aðstæðna.  Fram hefur komið í viðtölum við forsvarsfólk Icelandair að félagið hafi aflýst fjölda ferða sökum þess að fáir farþegar hafi verið bókaðir í flug. Þær ástæður flokkast ekki sem óviðráðanlegar aðstæður í skilningi reglugerðarinnar.

Þrátt fyrir ábendingar Neytendasamtakanna hefur Icelandair þverskallast við og ekki viljað greiða bæturnar. Því ber að fagna nýrri ákvörðun Samgöngustofu vegna kröfu flugfarþega um bætur vegna aflýsingar á flugi með stuttum fyrirvara. Með ákvörðuninni er staðfest það mat að flug sem aflýst er með minna en tveggja vikna fyrirvara sé bótaskylt, þrátt fyrir sóttvarnaraðgerðir/takmarkanir á för yfir landamæri.

Neytendasamtökin hvetja farþega, sem hafa orðið fyrir því að ferð þeirra hafi verið niður felld, að sækja bætur til Icelandair. Það er hægt að gera hér með því að fletta niður „Flight Disruptions“ flettivalmyndinni, velja „EU Compensation“ flipann og fylla út viðeigandi upplýsingar. Verði Icelandair ekki við beiðninni fljótt og örugglega, er hægt að skjóta málinu til Samgöngustofu.

Fréttir í sama dúr

Aðalfundur Neytendasamtakanna 2024

Ályktanir aðalfundar

Bílastæðamál fyrir Hæstarétt

Baráttan um bílastæðin

Neytendablaðið er komið út

Staðan í Vaxtamálinu

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.