Gölluð vara

Ef vara er gölluð getur neytandi átt rétt á afslætti, nýrri afhendngu eða endurgreiðslu.

Þegar grunur er um að vara sé gölluð eru ýmsir þættir sem þarf að kanna, svo sem hvort varan sé í raun gölluð (en ekki biluð af öðrum orsökum), hvort neytandi kvarti innan tímafrests og hvaða úrræði standa til boða.

Með neytendakaupum er átt við þegar einstaklingur (utan atvinnustarfsemis) kaupir af fyrirtæki. Þannig eru neytendur með ríkari rétt heldur en t.d. þegar seljandi er einstaklingur. Hægt er að lesa lög um neytendakaup hér.

Það myndi t.d. ekki flokkast sem neytendakaup þegar einstaklingur kaupir notaðan bíl af öðrum einstaklingi.  

 

Kvörtunarfrestur

Neytendur hafa tvö ár (eða allt að fimm árum ef hlut er ætlaður verulegri lengri endingartími) frá kaupum til að tilkynna seljanda um galla. Dæmi um vörur sem telja má að falli undir fimm ára kvörtunarfrest eru gjarnan „stóru hvítu heimilistækin“, líkt og þurrkarar, þvottavélar o.s.frv.

Það er því mikilvægt að þegar neytendur telja að vara sé gölluð að þeir kvarti sem fyrst við seljanda með skriflegum og sannanlegum hætti svo hægt sé að sýna fram á að kvörtun hafi borist innan frestsins.

Fyrstu sex mánuði frá kaupum þá ber seljandi sönnunarbyrði á því að galli hafi ekki verið til staðar við kaupin. Eftir sex mánuði þá þarf neytandinn að sýna fram á að um galla sé að ræða sem seljandi ber ábyrgð á.

 

Galli

Vörur eiga að vera í samræmi við samning, þ.e. í samræmi við lýsingar seljanda á þeim, henta til þeirra nota sem neytandinn ætlar þeim, henta til sömu nota og sambærilegar vörur og  vera í samræmi við réttmætar væntingar neytandans hvað varðar gæði og notagildi. En um eiginleika vöru er fjallað í 15. gr. laga um neytendakaup.

Þá skiptir jafnframt máli hvort að vara sé í samræmi við það sem seljandi hefur auglýst. Þannig ef seljandi hefur t.d. vanrækt að gefa upp upplýsingar um hlutinn sem hefðu skipt neytenda máli við kaupinn, eða þá að upplýsingar sem seljandi hefur gefið við markaðssetningu samræmist ekki hlutnum. Um þessi atriði er fjallað í 16. gr. laga um neytendakaup. Rétt er að hafa í huga að á neytendum hvílir einnig ákveðin skoðunarskylda. Þannig væri hæpið fyrir neytanda að bera fyrir sig galla sem hann hefði mátt sjá við venjulega skoðun á hlutnum.

 

Úrræði

Sé vara gölluð þá kveða lög um neytendakaup á um ýmis úrræði fyrir neytendur. Fjallað um um úrræðin í 26. gr. laganna:

Haldið eftir greiðslu kaupverðs

Valið milli úrbóta eða nýrrar afhendingar

Krafist afsláttar

Krafist riftunar, ef galli er verulegur

Krafist skaðabóta

 

Vert er að minnast á að þrátt fyrir að neytandi fari ekki fram á úrbætur að þá hefur seljandi heimild til að framkvæma tvær tilraunir til úrbóta vegna sama galla.

Deila:

Facebook
Twitter
Póstur

Fleira áhugavert

Ítarleg kortlagning hefur verið gerð á PFAS menguðum svæðum í Evrópu. Erfitt ef ekki ómögulegt getur reynst að hreinsa slík svæði.
Litarefni í mat gefa lífinu lit en þau eru jafn ólík og þau eru mörg. Sum eru náttúruleg á meðan önnur eru gerfiefni sem

Það hefur færst í vöxt að seljendur taki einungis við rafrænum greiðslum. Margir neytendur eru ósáttir við þetta fyrirkomulag og fá Neytendasamtökin ítrekað fyrirspurnir

Það færist í vöxt að fólk kaupi vörur af netinu í gegnum það sem kallast á ensku „dropshipping“, hvort sem fólk gerir sér grein

Neytendafréttir í svipuðum dúr

Breytingar á búvörulögum gegn stjórnarskrá

Neytendur upplýstir um vöruskerðingu- ný lög í Frakklandi

Frumvarpi um samkeppnisundanþágu afurðastöðva mótmælt

Allt uppi á borðum

Grænþvegnir grísir

Samkeppni leidd til slátrunar

Samkeppni leidd til slátrunar

Vilja fulltrúa neytenda í stjórn Úrvinnslusjóðs

Deila:

Facebook
Twitter
Póstur

Fleira áhugavert

Ítarleg kortlagning hefur verið gerð á PFAS menguðum svæðum í Evrópu. Erfitt ef ekki ómögulegt getur reynst að hreinsa slík svæði.
Litarefni í mat gefa lífinu lit en þau eru jafn ólík og þau eru mörg. Sum eru náttúruleg á meðan önnur eru gerfiefni sem
Það færist í vöxt að fólk kaupi vörur af netinu í gegnum það sem kallast á ensku „dropshipping“, hvort sem fólk gerir sér grein

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.