Smálán

FJÁRMÁL OG TRYGGINGAR >  SMÁLÁN | NEYTENDALÁN | TRYGGINGAR | INNHEIMTA

músagildra

Smálán – himinhár lántökukostnaður

Smálán hafa verið veitt hér á landi um árabil en um síðustu áramót var þrengt mjög að starfsemi þeirra með breytingum á lögum um neytendalán.

Smálán hafa verið veitt af fyrirtækjum undir hatti E-content ehf. og síðar Ecommerce2020. dómstólar hafa komist að þeirri niðurstöðu að E-content hafi brotið lög með því að lána með margfalt hærri lántökukostnaði en lög heimila. Ecommerce tók við keflinu eftir að E-content ehf hrökklaðist af markaði og bæði Neytendastofa og áfrýjunarnefnd neytendamála hafa úrskurðað um ólögmæti lána sem voru veitt undir því yfirskyni að dönsk lög gilti um starfsemina.

Almenn innheimta hefur séð um alla innheimtu og vegna gloppu í lögum fellur fyrirtækið utan eftirlits Seðlabankans. Neytendasamtökin hafa ekki síður gagnrýnt starfsemi Almennrar innheimtu sem hefur að mati samtakanna endurtekið brotið innheimtulög. Einnig hefur úrskurðanefnd lögmanna komist að þeirri niðurstöðu í að minnsta kosti þremur málum að innheimtuhættir Almennrar innheimtu brjóta í bága við innheimtulög.

Neytendafréttir tengdar smálánum