Fréttir

Stafræn sóun

Í hvert skipti sem við gerum eitthvað á netinu; lækum færslu, opnum vefsíðu eða streymum myndbandi, fer af stað ferli sem krefst orku og leiðir af sér losun gróðurhúsalofttegunda. Það á líka við um stafræna notkun á Íslandi, því þó rafmagnið okkar sé úr endurnýjanlegum auðlindum er vinnsla og geymsla gagna samfélagsmiðla og annarrar stafrænnar þjónustu oftast nær í löndum þar sem rafmagn er fengið með jarðefnaeldsneyti eða kjarnorku.

Áætlað er að 2% af losun gróðuhúsalofttegunda í heiminum séu sökum raforkunotkunar alnetsins og gagnageymslu í skýjum. Ef hinn stafræni heimur væri sérstakt land væri það í fimmta sæti yfir þau lönd sem mest losa í heiminum. Gert er ráð fyrir að stafræn losun muni tvöfaldast fyrir árið 2025.

Sífellt fleiri hafa aðgang að alnetinu og flest notum við meira af gögnum í dag en í gær. Það er því ekki að undra að gagnaversiðnaðurinn sé sá orkufreki iðnaður sem vex hvað hraðast í heiminum. Áætlað er að árið 2040 muni geymsla stafrænna gagna valda allt að 14% af allri losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Aukin krafa hefur verið um að fyrirtæki knýi gagnaver sín með endurnýjanlegri orku og er þróunin vissulega öll í þá átt en á sama tíma eykst gagnamagnið ár frá ári.

Sjá meira um stafræna sóun í nýjasta tölublaði Neytendablaðsins.

Ertu ekki félagi? Skráðu þig hér, fáðu Neytendablaðið og leggðu þitt að mörkum til að efla neytendastarf á Íslandi.

Fréttir í sama dúr

Bílastæðamál fyrir Hæstarétt

Baráttan um bílastæðin

Neytendablaðið er komið út

Aðalfundur 22. október

Staðan í Vaxtamálinu

Smálánabaráttan

Takk fyrir áhugann!

 Þetta vefsvæði er kostað af árgjöldum félaga í Neytendasamtökunum.

Ef þú ert ekki þegar í samtökunum biðjum við þig að íhuga að ganga í þau. Árgjaldið er 7.900 kr.